Bendir - Sérverslun með hundavörur

Um búðina

Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandaðar vörur. Verslunin Bendir hefur verið opin frá árinu 2010 og alla tíð fengið mjög góðar viðtökur ásamt því að hafa vaxið og dafnað jafnt og þétt.

Við bjóðum uppá fjölbreytt vöruúrval fyrir vinnuhunda, veiðihunda og venjulega heimilishunda. Hjá okkur átt þú að geta fengið allt sem þú þarft fyrir besta vininn þinn.

Við sendum vörur um allt land

Bendir ehf
Hlíðasmára 13, Kópavogi
Sími 511-4444
Kennitala 690110-0910
Reikningsupplýsingar 0140-26-34060

Vantar þig upplýsingar um vörur eða pantanir?
Sendu okkur línu á pantanir@bendir.is og við aðstoðum þig eftir bestu getu.

Um okkur

Einar Páll og Sigríður Oddný eða Palli og Sigga eins og þau eru kölluð hafa verið hundeigendur í mörg ár og stundað ýmis konar sport tengt hundum. Þau eiga Vorsteh hunda og eru með ræktunarnafnið Bendishundar, þau hafa tekið þátt í sýningum og veiðiprófum ásamt því að þau veiða með sínum hundum.

Sigga átti sem unglingur blending og seinna meir þýska fjárhunda (Schäfer), bæði innflutta og ræktaða hér heima. Með þeim hundum stundaði hún t.d sporaþjálfun og hlýðni. Áður en Bendir varð til hafði hún starfað í um 9 ár í gæludýraverslun. Sigga starfaði við Skapgerðarmat á vegum HRFÍ og lærði til fígúrant A og B í skapgerðarmati, lauk svo námi sem prófstjóri. Um tíma vann hún á skrifstofu HRFÍ og hefur komið nálægt mörgu hundatengdu s.s sótt ýmis námskeið, setið í stjórnum deilda og sinnt ýmsum sjálfboðastörfum fyrir HRFÍ.

Palli átti áður Labrador hunda sem voru mikið með honum á veiðum en hann stundaði skotíþróttir og veiði af miklum krafti með góðum árangri. Hann hefur náð góðum árangri í veiðiþjálfun með sína hunda bæði Labrador sem og Vorsteh. Áður starfaði hann í veiðigeiranum og sem leiðsögumaður.