Carrier Sensitive Valp
- Venjulegt verð
- 14.900 kr
- Venjulegt verð
-
- Söluverð
- 14.900 kr
- Einingaverð
- á
Lýsing
Nýtt fóður hjá okkur hér heima úr Carrier línunni. Uppskrift sem hefur gefist vel erlendis og fengið góðar viðtökur hjá bæði ræktendum og hundaeigendum þar.
Hveitilaust bragðgott heilfóður sem byggt er upp á kjöti og uppfyllir daglega næringarþörf hvolpsins/hundsins. Lamb er eini kjöt próteingjafinn (single protein)
Í Sensitive Valp eru lítil matarkorn sem auðvelt er að tyggja fyrir alla hvolpa og unghunda. Fóðrið hentar hvolpum og unghundum af öllum tegundum auk þess sem mælt er með því sem heilfóðri/fullorðinsfóðri fyrir fullvaxta hunda af smáhundategundum.
Svensitive Valp hentar einnig vel í viðkvæma maga.
Fóðrið veitir hvolpinum þínum allt sem þú þarft til að stækka og þroskast auk þess að sjá til þess að feldurinn sé fallegur og heilbrigður. Fóðrið má einnig gefa hvolpafullum eða mjólkandi tíkum af smáhundategundum.
Framleitt úr hágæða hráefnum, auðmeltanlegt og sérlega bragðgott. Engin gervibragðefni, litarefni né rotvarnarefni eru í fóðrinu. Fóðrið inniheldur Omega 3 & 6.